Roetersrun
Ég tók í dag þátt í fyrsta (árlega) Roetershlaupinu. Hlaupið var rúmlega fjóra hringi í kringum einn háskóla kampusinn. Alls fimm kílómetra. Erfiðasti hluti brautarinnar var yfir tvær heldur brattar brýr. Í upphafi hlaupsins var varað við því að bíl væri lagt upp við enda annarar brúarinnar. Það reyndist hins vegar mögulegt að fjarlægja bílinn í tæka tíð. Hins vegar gerðist það um miðbik hlaupsins að tankbíll mætti á svæðið til þess að fylla á byrgðir efnafræðideildarinnar. Það þurfti því…