Wikiii á íslensku
Fyrir nokkrum mánuðum síðan bjó ég til leitarvélina Wikiii. Wikiii er leitarvél fyrir alfræðiritið Wikipediu. Wikiii lætur sér ekki nægja að benda notendum sínum á réttar vefsíður heldur bendir Wikiii á réttan stað innan réttra vefsína. Það er að segja, þannig virkar leitarvélin allavegana ,,fræðilega séð". Það vantar smá fínstillingu svo að hún virki einnig þannig í raun.
Fyrsta útgáfa vélarinnar leitaði einungis í ensku útgáfu Wikipediu. Um helgina hef ég endurbætt vélina. Nú einnig hægt að leita í íslensku útgáfu WIkipediu. Íslenska útgáfan er (eðlilega) langt frá því að vera eins viðfangsmikil og sú enska. Mér fannst því tilvalið að láta leitarvélina þýða íslenskar fyrirspurnir yfir á ensku. Þá væri ,,fræðilega séð" hægt að fá ensk svör við þegar íslensk svör finnast ekki. Ég átti hins vegar enga íslensk enska orðabók.
Ég tók mér því til og bjó til eina slíka. Orðabókina bjó ég til með hjálp Wikipediu og smá tölfræði. Orðabókin er heldur rýr vegna þess að ég hafði lítið af gögnum til að vinna með. Gögnunum kennir illur tölfræðingur. Dæmi um góða þýðingu er að ,,forseti" verður ,,president of" og ,,fuglaflensa" verður ,,flu bird". Dæmi um slæmar þýðingar er að ,,drottning" verður ,,in australia" of ,,konungur" verður ,,italy monarch".