Hálftímamismunaraðlögun ?>

Hálftímamismunaraðlögun

Mér tókst að halda mér vakandi nógu lengi til að horfa á Super Bowl á aðfaranótt mánudags. Síðan þá hefur mér tekist að halda áfram að fara seint að sofa. Hins vegar hefur mér gengið illa að sofa frameftir. Í morgun þurfti ég að fara á fund snemma og á morgun þarf ég fara tiltölulega snemma út á flugvöll. Mér hefur því einungis að hálfu leyti tekist að undirbúa mig fyrir tíma mismuninn milli Amsterdam og Seattle. Ég fer seint að sofa en vakna snemma.

Planið fyrir næstu daga er annars eitthvað á þessa leið. Ég fer í loftið frá Amsterdam 11:30 CET (2:30 PST) og lendi í Seattle rúmum klukkutíma seinna, það er 12:55 PST (21:55 CET). Planið er að halda sér vakandi til klukkan 21:00 PST (6:00 CET). Ég ætti því að geta farið á fætur hress og kátur klukkan 6:00 PST (15:00 CET). Atvinnuviðtölin byrja svo klukkan 9:30 PST (18:30 CET). Ég heimilidir fyrir því að viðtölin taki að öllu jöfnu hálfan dag. Fólki er samt ráðgert að plana ekki neitt fyrir seinni hluta dagsins ef ske kynni að viðtölin drægjust á langinn eða yrðu fleiri en gert var ráð fyrir.

Þó ég hafi ekki mikinn tíma frá því að ég lendi og þangað til að viðtölin byrja þá er ég nokkuð bjartsýnn á að flugþreyta muni ekki há mér að ráði. Það er alltaf auðveldara að ferðast í vestur en austur. Allavegana, hef ég aldrei átt í vandræðum með að ferðast yfir Atlantshafið. Ég verð þó að viðurkenna að þetta er í fyrsta sinn sem ég heimsæki vestur strönina.

Skildu eftir svar