Er Laxnes höfuðstaður Roklands? ?>

Er Laxnes höfuðstaður Roklands?

Ég er þessa dagana á ferðalagi um Rokland. Fararstjóri ferðarinnar er Hallgrímur Helgason. Þó ég sé að kynnast íbúum Roklands í fyrsta sinn þá kemur þessi þjóðflokkur mér kunnuglega fyrir sjónir. Fólkið hér minnir um margt á sögupersónur. Það er eins og klippt út úr sögu Halldórs Laxness.

Mig rámar í að hafa séð viðtal Gísla Marteins við Hallgrím. Gísli spurði Hallgrím hvort hann þyrfti að bíða þess á morgnana að andinn kæmi yfir hann áður en hann gæti hafið skriftir. Hallgrímur hvað svo ekki vera. Hann svaraði eitthvað á þá leið að þvert á móti sæti andinn við rúmstokkinn á morgnana og biði eftir því að hann vaknaði. Getur verið að Halldór sé genginnn aftur og hafi tekið sér bólfestu við rúmstokk Hallgríms?

Það vill svo til að ég hef gaman skrifum þeirra beggja. Sálufélaganna Halldórs og Hallgríms. Þrátt fyrir að ég njóti sagnanna þá verð ég alltaf óskaplega reiður og pirraður í garð aðal sögupersónanna. Þetta er alltaf vonlaust fólk. Það er eitthvað svo hryllilega mannlegt. Raunar mannlegra en menn almennt. Ofur mannlegt. Þó engin ofurmenni. Þvert á móti.

2 thoughts on “Er Laxnes höfuðstaður Roklands?

Skildu eftir svar