Viðtalshæfur ?>

Viðtalshæfur

Í dag leystist úr símanúmerarugli gærdagsins. Atvinnuviðtal gærdagsins fór því fram í dag. Það er þó á mörkunum að viðtalið ætti að kallast atvinnuviðtal. Bróðurparturinn líktist heldur munnlegu prófi í greiningu reiknirita. Þar má segja að sameinast hafi tvær athafnir sem ég er ekkert sérlega hrifinn af. Annars vegar að fara í munnlegt próf og hins vegar að tala í síma. Ekki bætti úr skák að ég hef lítið fengist við greiningu reinkirita síðan ég sat námskeiðið Greining reiknirita vorið 2000. Ég var því ekki alveg tilbúinn að smíða og greina reiknirit í gegnum síma. Þó að mér hefði verið sagt að búast við tæknilegu viðtali þá átti ég ekki von á þessu. Þó svo að viðtalsformið hafi komið mér á óvart þá held ég nú samt að ég hafi staðist prófið. Ágætiseinkunn fæ ég þó ekki. Langt í frá. Ég myndi giska á að ég hafi nælt mér í sexu í gegnum símann (phone sex).

3 thoughts on “Viðtalshæfur

  1. Sæll
    Elva er herna i heimsokn hja mer a Arosum og vid vorum eitthvad ad ræda gamla og goda tima. Vid rombudum svo inna siduna hja ter og vid urdum a kvitta fyrir komuma.
    Vid bidjum bara kærlega ad heilsa ter og hafdu tad bara sem allra best.
    Kvedja
    Joi og Elva Dogg

Skildu eftir svar