Gleðileg jól
Dagbókin sendir hugheilar jólakveðjur til lesenda sinna nær og fjær með von um að jólasteikin renni ljúft niður.
Fór í skötuboð í gærkveldi. Mikið er kæst skata vondur matur. Ekki skánar hún mikið við að henni sé kæft í bræddu spiki. Sem betur fer var ég vel undirbúinn fyrir máltíðina. Saddur. Ég renndi þó niður einu skötustykki. Bara til að hafa jólahrollvekju til að skrifa í dagbókina.