Browsed by
Month: desember 2005

Rauð jól ?>

Rauð jól

Jólin eru tími kærleika og friðar. Á slíkum kærleikstímum er sælt að gefa. Því hlaupa Íslendingar upp til handa og fóta og gefa sínum nánustu fallegar gjafir. Efst á listanum eru frásagnir af ofbeldi, morðum og öðrum viðbjóði. Arnaldur selst sem aldrei fyrr. Það voru rauð jól í ár. Blóðrauð. Það er því hætt við því að margir Íslendingar hafi upplifað blöndu af kærleik og hryllingi um þessi jól. Þar er ég engin undantekning. Án þess að hika fór ég…

Read More Read More

Gleðileg jól ?>

Gleðileg jól

Dagbókin sendir hugheilar jólakveðjur til lesenda sinna nær og fjær með von um að jólasteikin renni ljúft niður. Fór í skötuboð í gærkveldi. Mikið er kæst skata vondur matur. Ekki skánar hún mikið við að henni sé kæft í bræddu spiki. Sem betur fer var ég vel undirbúinn fyrir máltíðina. Saddur. Ég renndi þó niður einu skötustykki. Bara til að hafa jólahrollvekju til að skrifa í dagbókina.

Sundknattleikur (taka 2) ?>

Sundknattleikur (taka 2)

Ég fór á mína aðra sundknattleiksæfingu í kvöld. Ég fór á mína fyrstu æfingu í júní síðastliðunum. Þá gekk nú ekki betur en svo að ég sprakk á limminu eftir upphitunina og gat ekki spilað neitt. Í þetta skipti var mér lofað að það væri enginn þjálfari á svæðinu og því fælist æfingin bara í að kasta bolta á milli og leika sér. Ég ætti að geta ráðið við það. Það var fámennt á æfingunni og við ákváðum að synda…

Read More Read More

Viðtalshæfur ?>

Viðtalshæfur

Í dag leystist úr símanúmerarugli gærdagsins. Atvinnuviðtal gærdagsins fór því fram í dag. Það er þó á mörkunum að viðtalið ætti að kallast atvinnuviðtal. Bróðurparturinn líktist heldur munnlegu prófi í greiningu reiknirita. Þar má segja að sameinast hafi tvær athafnir sem ég er ekkert sérlega hrifinn af. Annars vegar að fara í munnlegt próf og hins vegar að tala í síma. Ekki bætti úr skák að ég hef lítið fengist við greiningu reinkirita síðan ég sat námskeiðið Greining reiknirita vorið…

Read More Read More

Fyrstu kynni ?>

Fyrstu kynni

Sagt er að fyrstu kynni séu afar mikilvæg. Þetta á ekki síst við um atvinnuviðtöl. Til dæmis ef um símaviðtal er að ræða er ekki vitlaust að taka upp tólið, kynna sig og bjóða kurteislega góðan daginn. Eftir góða byrjun er eftirleikurinn fáfengilegur. Ég átti bókað atvinnuviðtal klukkan átta í kvöld. Ég sat því heima í stofu með farsímann mér við hlið og beið þess að viðmælandi minn hringdi. Tíu mínútum fyrir átta ákvað ég af rælni að kíkja á…

Read More Read More

Endurkoma ?>

Endurkoma

Eftir að hafa lennt í basli með vefþjóninn minn hafa dagbókarskrif legið niðri um all langt skeið. Grey vefþjónninn átti  í vandræðum með að ráða við alla viagra sölumennina sem höfðu áhuga á að gera athugasemdir við dagbókarfærslunar mínar. Nú hef ég því ákveðið að færa dagbókina mína yfir á annan vefþjón. Vefþjón sem ég vona að sé betur í stakk búinn til að þola athugasemdir frá viagra sölumönnum. Mér er því ekkert að vanbúnaði að halda dagbókarskrifum áfram. Af …

Read More Read More