Esja ?>

Esja

Eftir heldur slaka frammistöðu á sundknattleiksæfingu gærkvöldsins ákvað ég að finna eitthvað verðugra verkefni fyrir fætur mína en að sprikla í vatni. Ég ákvað því að skella mér á Esjuna í kvöld. Gangan gekk betur en ég bjóst við. Ég var ekki nema klukkutíma og fimmtíu sekúndur upp á Þverfellshorn. Það ku vera u.þ.b. fjórum mínútum og tíu sekúndum betri tími en í fyrrasumar. Það er hins vegar u.þ.b. fimm mínútum og fimmtíu sekúndum frá mínum besta tíma.

Ég er eilítið hræddur um að ég vakni með harðsperrur í fyrramálið. Hins vegar hef ég heyrt að Japanir gefi svínum bjór til að fá af þeim mýkra kjöt. Ég fékk mér því einn bjór eftir gönguna í þeirri von um að vöðvarnir verði mjúkir í fyrramálið. Nú er bara að bíða og sjá til hvort ég sé nógu mikið svín til að þetta virki.

Skildu eftir svar