Breyttir tímar
Langt er liðið síðan ég sá íslenska lansliðið í handknattleik spila. Raunar er all langt síðan ég sá handboltaleik seinast. Því var kippt í liðinn í dag. Margt hefur breyst í handboltaheiminum síðan ég sá til hans seinast. Íslendingar vinna Svía og meðalaldur sænska lansliðsins er undir sextugu. Ætli þetta séu óháðar breytur?
Skrapp í fylgd jeppafólks upp að Hvítárvatni um helgina. Fengum okkur langa siglingu upp að löngum jökli. Mér tókst að ná mér í smá sólbruna og kvef í einni og sömu ferðinni. Skemmtilegt tveir fyrir einn tilboð.