Sundknattleikur ?>

Sundknattleikur

Ég fór í kvöld á mína fyrstu sundknattleiksæfingu. Æfingin fór fram í innilauginni í Laugardal. Ég get nú ekki sagt að ég sjái fram á langan og farsælan sundknattleiksferil. Ég var nefnilega gersamlega búinn eftir að upphituninni lauk. Ég lét mér því nægja að horfa á þegar alvöru gamanið byrjaði. Eftir að hafa horft um stund þá skellti ég mér út í útilaugina og synti fimmhundruð metra. Hver veit nema ég gerist atvinnumaður í sundknattleiksupphitun. Og þó. Ég held ég segi ekki upp innivinnunni alveg strax.

Skildu eftir svar