Fúll á móti gamall karl
Ég lauk í dag við að rýna greinar fyrir SIGIR 2005 ráðstefnuna. Þegar ég hafði sent minn dóm þá fékk ég að sjá dóma samrýnenda minna. Það gilti um allar greinarnar að ég var sá rýnir sem lægstu einkunnir gaf. Annað hvort er ég einstaklega kröfuharður rýnir eða ég er einfaldlega orðinn fúll á móti gamall karl. Ég er sannfærður um að fyrri staðhæfingin sé sönn. Ég er hins vegar nokkuð viss um að greinarhöfundarnir muni trúa seinni skýringunni. Það er því talsverð hætta á því að ég fái hiksta á næstunni.