Á skautum neðan sjávarmáls ?>

Á skautum neðan sjávarmáls

Ég fór á skauta í dag ásamt nokkrum vinum mínum. Þetta var í fyrsta sinn sem ég fer á skauta hér í Hollandi. Þetta var að öllum líkindum jafnframt í fyrsta sinn sem ég fer á skauta undir sjávarmáli. Ég var búinn að gleyma því hvað það getur verið gaman á skautum. Ég stóð mig barasta nokkuð vel, þrátt fyrir að hafa ekki farið nema um það bil þrisvar sinnum á skauta síðustu tuttugu árin. Ég datt þó nokkrum sinnum. Það var hins vegar ávallt vegna þess að ég var að reyna að hoppa, skransa eða eitthvað álíka fíflalegt.

3 thoughts on “Á skautum neðan sjávarmáls

Skildu eftir svar