Á skautum neðan sjávarmáls
Ég fór á skauta í dag ásamt nokkrum vinum mínum. Þetta var í fyrsta sinn sem ég fer á skauta hér í Hollandi. Þetta var að öllum líkindum jafnframt í fyrsta sinn sem ég fer á skauta undir sjávarmáli. Ég var búinn að gleyma því hvað það getur verið gaman á skautum. Ég stóð mig barasta nokkuð vel, þrátt fyrir að hafa ekki farið nema um það bil þrisvar sinnum á skauta síðustu tuttugu árin. Ég datt þó nokkrum sinnum. Það var hins vegar ávallt vegna þess að ég var að reyna að hoppa, skransa eða eitthvað álíka fíflalegt.
3 thoughts on “Á skautum neðan sjávarmáls”
Nýlega var haldinn fyrsti landsleikurinn í íshokkí neðan sjávarmáls … eða öllu heldur neðan vatnsyfirborðs.
Sjá þessa mynd:
http://www.kurier.at/bilderdestages/920093.php/picture/16
Það má segja hér sé um nokkurs konar fylli-atburði að ræða. Ég var yfir vatni en undir sjó en íshokkí gaurarnir voru væntanlega yfir sjó en undir vatni.
Ingen billeder af Börkur der falder … øv 🙂