Nýtt skráasafn
Í dag bjó ég til skráasafn. Það væri nú ekki í frásögur færandi nema vegna þess að skráasafnið heitir því skemmtilega nafni "thesis". Dagurinn í dag verður því lengi í minnum hafður sem dagurinn þegar ég byrjaði formlega á því að skrifa doktorsritgerðina mína. Vinnuheiti ritgerðarinnar er "bs-thesis". Skammstöfunin "bs" er sveigjanleg. Hvernig ég túlkana hana fer eftir því í hvernig skapi ég er. Á góðum dögum mun hún standa fyrir "brain storming". En miðað við gang mála undanfarna mánuði…