Browsed by
Month: janúar 2005

Vetrarhörkur ?>

Vetrarhörkur

Nú ganga heilmiklar vetrarhörkur yfir Holland. Það kynngir niður snjó. Það fer nú kannski ekki mikið fyrir snjónum í Amsterdam miðri. Hins vegar eru snjóþyngsli heldur meiri inn til sveita.  Ég þurfti að hjóla í gegnum allt að fimmtíu millimetra jafnfallinn snjó á leiðinni í vinnuna í morgun. Eins og venja er í þvílíku fannfergi þá fór umferð öll úr skorðum í morgun. Þegar mest var mældist lengd biðraða á hraðbrautum landsins fimmhundruðogsextíu kílómetrar. Fróðir menn segja að það sé…

Read More Read More

Kosningaskjálfti ?>

Kosningaskjálfti

Ég fékk í gær bréf frá borgaryfirvöldunum hér í bæ. Þau vildu undirbúa mig fyrir kosningarnar sem eru í nánd. Það er að segja kosningarnar í Írak. Þar sem að mikil spenna er í kringum kosningarnar þá verður ströng öryggisgæsla við alla kjörstaði. Það er því mikilvægt að ég sé vel upplýstur um þau öryggisatriði sem mig snerta. Hingað til hafði ég talið mig búa í nægilegri fjarlægð frá Írak til að ég væri nokkurn veginn úr skotlínu. Það vill…

Read More Read More

Ratleikur og upplýsingaleit ?>

Ratleikur og upplýsingaleit

Í morgun lá leiðin til Utrecht til að halda fyrirlestur á Hollensk-Belgísku upplýsingaleitarráðstefnunni. Þar sem að ég var fyrsti fyrirlesari dagsins þá ákvað ég að mæta tímanlega á svæðið, svona til vonar og vara ef að mér gengi erfiðlega að finna ráðstefnusalinn. Ég bjóst að vísu ekkert við að lenda á villigötum, enda voru leiðbeiningarnar skýrar. Ég þurfti bara að taka strætó 11 eða 12 frá aðalbrautarstöðinni í Utrect til De Uithof og þá væri ég kominn. Eða það hélt…

Read More Read More

Nýtt ár ?>

Nýtt ár

Eitt sinn sagði skáldið eitthvað á þessa leið: "Í Kollafirði og Keflavík; Það koma áramót". Það má því með sanni segja að áramót séu fjölþjóðlegur viðburður. Að þessu sinni upplifði ég sérlega fjölþjóðleg áramót. Nánar tiltekið upplifði ég fjórþjóðleg áramót. Ég hélt nefnilega upp á áramótin með Rússa, Eþíópíubúa og Úkraínumanni. Við hittumst heima hjá mér og borðuðum saman þríþjóðlega máltíð. Á borðum var hangikjöt, kartöflur, hvít sósa með grænum baunum, rauðkál, flatbrauð, eþíópískur lambakjötspottréttur og ristað brauð með sardínum…

Read More Read More