Vetrarhörkur
Nú ganga heilmiklar vetrarhörkur yfir Holland. Það kynngir niður snjó. Það fer nú kannski ekki mikið fyrir snjónum í Amsterdam miðri. Hins vegar eru snjóþyngsli heldur meiri inn til sveita. Ég þurfti að hjóla í gegnum allt að fimmtíu millimetra jafnfallinn snjó á leiðinni í vinnuna í morgun. Eins og venja er í þvílíku fannfergi þá fór umferð öll úr skorðum í morgun. Þegar mest var mældist lengd biðraða á hraðbrautum landsins fimmhundruðogsextíu kílómetrar. Fróðir menn segja að það sé…