Browsed by
Month: nóvember 2004

Washington D.C. II ?>

Washington D.C. II

Ég kom í síðustu viku til baka frá Bandaríkjunum. Ferðin var afar skemmtileg. Vikurnar tvær voru þó afar ólíkar. Fyrri vikuna gisti ég á hóteli skammt frá miðbæ Washington D.C. (að vísu í öðru fylki, rétt hinum megin við ána). Seinni vikuna gisti ég á móteli milli hraðbrauta og lestarteina. Á mótelinu gistu aðeins TRECers og TRUCKers. Áhugaverð blanda. Í menningunni í Washington kíkti ég á nokkur söfn (auk þess að sitja CIKM ráðstefnuna). Ég skrapp á Loft- og Geimferða…

Read More Read More

Washington D.C. ?>

Washington D.C.

Eftir morgunkaffið liggur leiðin út á flugvöll. Ég er á leiðinni í fyrirlestraferð um Bandaríkin. Ég mun ferðast vítt og breitt um Bandaríkin og halda fyrirlestra. Eða svona næstum því. Ég mun eiginlega bara halda einn fyrirlestur. En ég mun ferðast vítt og breitt um Bandaríkin. Eða svona næstum því. Ég mun ferðast annað hvort vítt eða breitt um úthverfi Washington D.C. Fyrst dvel ég viku í Arlington, VA. Þar sæki ég ráðstefnu um upplýsinga- og þekkingarmeðhöndlun (Conference on Information…

Read More Read More

Um skynsemi ?>

Um skynsemi

Um síðustu helgi skrapp ég í bæinn til þess að kaupa mér yfirhöfn. Eftir að hafa pínt mig í nokkrar búðir þá fann ég í Zöru yfirhöfn sem mér leist nokkuð vel á. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði ég ákveðið að kaupa flíkina án tafar. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum fékk ég þá flugu í höfuðið að það væri kannski skynsamlegt að hugsa sig tvisvar um; kíkja á hvað væri á boðstólum í öðrum verslunum; og taka síðan að vel yfirlögðu ráði…

Read More Read More

Ekki naga neglurnar ?>

Ekki naga neglurnar

Svo lengi sem ég get munað hafa móðir mín og systir tönnlast á því að ég ætti ekki að tönnlast á nöglunum mínum. Í gær barst þeim óvæntur liðsauki í baráttu sinni gegn naglaáti mínu. Leiðbeinandi minn ráðlagði mér að naga ekki neglurnar. Allavegana rétt á meðan ég héldi fyrirlestra. Hann sagði að ég hefði nagað neglurnar í fyrirlestri sem ég hélt fyrir vinnufélaga mína á mánudaginn. Honum fannst það ekkert sérlega smekklegt.