Bölvaðar elsku Flugleiðir
Eins og sönnum Íslendingi sæmir þá bölva ég Flugleiðum í hvert sinn sem ég skelli mér til Íslands. Mér finnst verðið oft helst til hátt. Ég hef kvartað yfir skorti á samkeppni.
Í nóvember fer ég á tvær ráðstefnur í Washington. Ég keypti mér í dag flugfar vestur um haf. Ég var afar ánægður að þurfa ekki að versla við okrarana hjá Flugleiðum enda er næg samkeppni í flugi milli Amsterdam og Washington.
Eftir að hafa leitað um stund á netinu þá fann ég flugfélag sem bauð betur en önnur flugfélög. Þar gat ég keypt miða fram og til baka milli Amsterdam og Washington fyrir aðeins rúmar þrjúhundruð evrur (skattar innifaldir). Þar að auki gafst mér kostur á að millilenda á Íslandi og dvelja þar í nokkra daga. Flugfélagið ódýra heitir nefnilega Icelandair.
One thought on “Bölvaðar elsku Flugleiðir”
Takk fyrir þetta. Þessi sannleikur kom að góðu gagni við leit að flugi í síðustu viku. Það er greinilegt að þú ert mikið á faraldsfæti þessa önnina. Við hlökkum til að sjá þig hér í Genf á morgun. Kveðja frá Sviss,
Ásthildur og Kristinn