Bölvaðar elsku Flugleiðir
Eins og sönnum Íslendingi sæmir þá bölva ég Flugleiðum í hvert sinn sem ég skelli mér til Íslands. Mér finnst verðið oft helst til hátt. Ég hef kvartað yfir skorti á samkeppni. Í nóvember fer ég á tvær ráðstefnur í Washington. Ég keypti mér í dag flugfar vestur um haf. Ég var afar ánægður að þurfa ekki að versla við okrarana hjá Flugleiðum enda er næg samkeppni í flugi milli Amsterdam og Washington. Eftir að hafa leitað um stund á…