Browsed by
Month: september 2004

Bölvaðar elsku Flugleiðir ?>

Bölvaðar elsku Flugleiðir

Eins og sönnum Íslendingi sæmir þá bölva ég Flugleiðum í hvert sinn sem ég skelli mér til Íslands. Mér finnst verðið oft helst til hátt. Ég hef kvartað yfir skorti á samkeppni. Í nóvember fer ég á tvær ráðstefnur í Washington. Ég keypti mér í dag flugfar vestur um haf. Ég var afar ánægður að þurfa ekki að versla við okrarana hjá Flugleiðum enda er næg samkeppni í flugi milli Amsterdam og Washington. Eftir að hafa leitað um stund á…

Read More Read More

Hjól, hálsmál og geitungur ?>

Hjól, hálsmál og geitungur

Í morgun varð ég fyrir stórskemmtilegri lífsreynslu (hún er alla vegana skemmtileg þegar ég lít til baka). Geitungi tókst að fljúga ofan í hálsmálið hjá mér þar sem ég hjólaði í vinnuna. Þar sem mér er ekkert sérlega vel við það að hafa geitunga innanklæða þá hófst ég strax handa við að gyrða skyrtuna og bolinn upp buxunum. Á sama tíma reyndi ég að stugga við geitungnum í þeirri von um að hann flygi niður og undan skyrtunni. Geitungurinn tók…

Read More Read More

Kominn heim frá Sardiníu ?>

Kominn heim frá Sardiníu

Ég kom í gær til baka til Amsterdam eftir tveggja vikna dvöl á eynni Sardiníu. Ferðin var sambland af skóla og sumarfríi. Í stuttu máli var ferðin bæði fróðleg og skemmtileg. Á næstu dögum ætla ég að reyna að skrifa í dagbókina útdrátt af sögu ferðarinnar. Alls skrifaði ég fimmtíuogsex blaðsíðna (A5) ferðasögu á meðan á ferðinni stóð. Ég veit hins vegar ekki hvort eða hvenær ég mun nenna að koma henni allri á tölvutækt form. Hér kemur alltént fyrsti…

Read More Read More

Eyjuhopp ?>

Eyjuhopp

Nú er ég búinn að pakka og er tilbúinn að halda af stað í eyjuhopp dagsins. Fyrst skrepp ég til Bretlandseyju. Þaðan tek ég svo flugið til Sardiníu. Fyrstu tvær næturnar verð ég í Cagliari. Á sunnudagskvöldið liggur leiðin á strandhótel í nágrenni við Pula. Þar verð ég í sumarskóla fram á föstudag. Hvað tekur við að sumarskólanum loknum er ekki ljóst. Ég hlýt að geta fundið upp á einhverju sniðugu.