Íslandsferð
Nú er ég kominn til baka til Amsterdam eftir vikuferð til Íslands. Þó að ferðin hafi verið frekar stutt þá tókst mér að koma einu og öðru í verk. Ég varð mér úti um vegabréf með strikamerki; Gekk á Vífilfell; Fékk mér menningargöngu um miðbæinn; Hlustaði á Ego; Fór á pöbbarölt; Var ruglað saman við Einar matreiðslumann; Gekk á Esjuna; Fór að sjá Rómeó, Júlíu og Lou Reed (réttara sagt fór ég að sjá Rómeó og Júlíu en fékk í kaupbæti að sjá Lou Reed sem fór einnig að sjá sýninguna); Sá Fahrenheit 9/11; Skoðaði nýja byggð í Kópavogi og Grafarholti; Keyrði fyrir Hvalfjörðinn fram og til baka; Sagaði ösp í tvennt; Skrapp á Listasafn Reykjavíkur og Kjarvalsstaði. Svo fátt eitt sé nefnt.