Hitabylgja ?>

Hitabylgja

Samkvæmt skilgreiningu hefur hitabylgja gengið yfir Holland. Fimm daga í röð hefur hitinn farið yfir tuttuguogfimm gráður og þar af hefur hitinn farið yfir þrjátíu gráður þrjá daga í röð. Mér finnst nú nóg komið af hitanum. Ég er ekki hannaður til að þola svona hita. Sem betur fer er bara einn heitur dagur eftir af bylgjunni. Á miðvikudag lofa veðurfræðingar rigningu og lægri hita. Sjaldan hef ég hlakkað eins mikið til rigningar.

Skildu eftir svar