Browsed by
Month: ágúst 2004

Skin milli skúra ?>

Skin milli skúra

Kerfisstjórarnir komu tölvunni í gang í morgun. Sem betur fer virtust engin gögn hafa tapast. Það var því þungu fargi af mér létt. Ég treysti harða disknum þó ekki meira en svo að ég byrjaði strax á að afrita mikilvægustu gögnin mín yfir á aðra tölvu. Það virðist hafa verið góð ákvörðun hjá mér. Harði diskurinn gaf sig nefnilega á ný seinnipart dagsins. Nú má hins vegar mín vegna kasta disknum út í hafsauga því að mikilvægustu gögnin mín eru…

Read More Read More

Óblíðar móttökur ?>

Óblíðar móttökur

Það voru heldur óblíðar móttökurnar sem ég fékk við komuna til Amsterdam. Í póstkassanum heima beið mín bréf frá umsjónarmanni stúdentagarðanna. Þar var mér tilkynnt að borist hefðu kvartanir frá nágrönnum mínum vegna hávaða sem bærist frá íbúðinni minni. Kvartað var yfir að reglulega væru haldnar veislur sem stæðu langt fram á nótt. Veislurnar einkenndust af háværum umræðum á svölunum og ærandi tónlist. Af og til áttu veisluhöldin að hafa farið svo illilega úr böndunum að lögregla var kölluð á…

Read More Read More

Íslandsferð ?>

Íslandsferð

Nú er ég kominn til baka til Amsterdam eftir vikuferð til Íslands. Þó að ferðin hafi verið frekar stutt þá tókst mér að koma einu og öðru í verk. Ég varð mér úti um vegabréf með strikamerki; Gekk á Vífilfell; Fékk mér menningargöngu um miðbæinn; Hlustaði á Ego; Fór á pöbbarölt; Var ruglað saman við Einar matreiðslumann; Gekk á Esjuna; Fór að sjá Rómeó, Júlíu og Lou Reed (réttara sagt fór ég að sjá Rómeó og Júlíu en fékk í…

Read More Read More

Preparazione al Ciclismo ?>

Preparazione al Ciclismo

Eftir að hafa lært að segja "un caffè e una pasta" þá skrapp ég í smá hjólatúr um nærsveitir Amsterdam. Ég ætla að nota fríið mitt á Sardiníu í að labba á fjöll og hjóla. Mér fannst því ekki úr vegi að æfa mig í að hjóla lengri vegalengd en til og frá vinnu. Ég hjólaði smá hring með viðkomu í þorpinu Marken. Veðrið var eins og best verður á kosið, sól og rúmlega tuttugu stiga hiti. Eftir að hafa…

Read More Read More

Italiensk for begyndere ?>

Italiensk for begyndere

Ég keypti mér í dag kennslubók í ítölsku fyrir byrjendur. Ég ætla að reyna að læra nokkur orð í málinu áður en að ég fer til Sardiníu í september. Ég las í gegnum fyrsta kafla bókarinnar og lærði að segja: "Buongiorno. Mi chiamo Mary Branson." Á morgun ætla ég að læra að biðja um að fá kaffi og kökusnúð. Ég rambaði inn á tungumálavef BBC. Við fyrstu sýn virðist þetta vera prýðisgóður vefur. Þar er meðal annars að finna stöðupróf…

Read More Read More

Hitabylgja ?>

Hitabylgja

Samkvæmt skilgreiningu hefur hitabylgja gengið yfir Holland. Fimm daga í röð hefur hitinn farið yfir tuttuguogfimm gráður og þar af hefur hitinn farið yfir þrjátíu gráður þrjá daga í röð. Mér finnst nú nóg komið af hitanum. Ég er ekki hannaður til að þola svona hita. Sem betur fer er bara einn heitur dagur eftir af bylgjunni. Á miðvikudag lofa veðurfræðingar rigningu og lægri hita. Sjaldan hef ég hlakkað eins mikið til rigningar.

Englandsför ?>

Englandsför

Ég kom í gærkveldi heim eftir rúmlega vikulanga útlegð á Englandi. Ég eyddi tæplega viku á upplýsingaleitar ráðstefnu í Sheffield. Helgina fyrir og helgina eftir ráðstefnuna var ég staddur í Liverpool. Ég get ekki sagt að Liverpool eða Sheffield séu á meðal áhugaverðustu borga í heimi. Stjarna Liverpool skein skærast á meðan  þrælar voru fluttir um borgina frá Afríku til Ameríku. Síðan bann við þrælasölu tók gildi hefur hallað undan fæti hjá borginni. Sheffield byggir einnig á fornri frægð. Borgin…

Read More Read More