Líf á ystu nöf … eða næst ystu
Mér fannst um helgina nóg komið af hinu rólega og örugga lífi. Það var kominn tími til að taka áhættu og lifa lífinu á ystu nöf. Ég ákvað því að uppfæra stýrikerfið í tölvunni minni. Í stað þess að notast við "stable" útgáfu af Debian Linux þá skipti ég yfir í "testing" útgáfu af sama stýrikerfi. Ég verð að segja að ég varð fyrir smá vonbrigðum með uppfærsluna. Nánast ekkert fór úrskeyðis. Allt virkaði vel. Það var smá vesen með stafagerðir í X-hamnum. Því vandamáli var þó allt of auðvelt að kippa í lag. Ég verð líklega að skipta alveg yfir í "unstable" útgáfu til að fá adrenalínið til að flæða.
3 thoughts on “Líf á ystu nöf … eða næst ystu”
Til hamingju með þetta stóra skref. Ég skipti sjálfur úr stable í testing fyrir nokkurum vikum. Tveimur dögum síðar fór ég alla leið í unstable og sé ekki eftir því.
Í raun má segja að það sé öruggast að nota stable en næst öruggast að nota unstable! Ef upp kemst um einhverja öryggisholur eru lagfæringar nefnilega komnar í unstable alveg um leið en það geta liðið nokkrir dagar áður en þær komast inn í testing.
Skiptu yfir í Windows XP! Hvenær og hvernig færðu vírus eða einhvern óárann, hver veit? Það vantar ekki adrenalín flæðið í kringum það.
Ég er ekki viss um að ég ráði við XP skammt af adrenalíni … en unstable uppfærsla er komin á framkvæmdaáætlun.