Greitt fyrir ókeypis bók
Fyrir nokkrum mánuðum síðan fékk ég skemmtilega bók ókeypis. Bókin fjallaði um notkun málmódela í upplýsingaleit. Þetta var góð gjöf enda er ég ekki síður áhugasamur um módel mála en mál módela. Eins og gengur og gerist með flesta ókeypis hluti þá þarf einhver einhvern tíman að borga fyrir þá einhvers staðar. Í dag var komið að skuldadögum. Ég lauk í dag við að skrifa ritdóm um bókina fyrir Jolla. Ég var mjög jákvæður í dómi mínum enda fannst mér bókin áhugaverð og skemmtileg aflestrar.