París Amsterdam Twente ?>

París Amsterdam Twente

Þessa dagana flakka ég milli stórborga. París í gær. Amsterdam í dag. Twente á morgun. Það er nú kannski ekki rétt að kalla Twente stórborg. Twente er nefnilega hvorki stór né borg. Twente er safn háskólabygginga milli Hengelo og Enschede. Twente er samt nógu stór til að halda smá ráðstefnu.

Parísarferðin var vel heppnuð. Ég þrammaði um borgina milli þess sem að ég hlustaði á fyrirlestra. Fyrirlesturinn minn gekk sæmilega. Ég hefði samt mátt hafa undirbúið hann aðeins betur. Ég varð fyrir vonbrigðum með hversu fáar spurningar ég fékk eftir fyrirlesturinn. Hins vegar voru þær góðar, spurningarnar sem ég fékk. Því miður voru svörin mín ekki eins góð.

Deginum í dag er ég búinn að eyða í að undirbúa fyrirlestur morgundagsins. Ég verð betur undirbúinn en ég var í París. Á móti kemur að ég verð líklega þreyttari á morgun en ég var í París. Ég á nefnilega eftir að leggja lokahönd á fyrirlesturinn. Ég þarf svo að vera mættur niður á lestarstöð rétt rúmlega sjö í fyrramálið.

Meiri sögur frá París koma kannski á næstu dögum.

Skildu eftir svar