Mínir menn unnu og töpuðu ?>

Mínir menn unnu og töpuðu

Ég horfði á Hollendinga vinna Færeyinga í fótbolta. Ég lennti í smá vandræðum því að ég vissi ekki með hverjum ég ætti að halda. Eiginlega hélt ég með Færeyingum en vonaði að Holland myndi vinna. Ég veit samt eignlega ekki alveg hvers vegna mér fannst mér renna blóðið til skyldunnar að halda með Færeyingunum. Það er nefnilega með þá eins og huldufólkið. Ég veit að þeir eru til, ég hef heyrt margar skemmtilegar sögur af þeim, en samt hef ég eiginlega aldrei komist í tæri við þá.

Skildu eftir svar