Allir ánægðir ?>

Allir ánægðir

Við fyrstu sýn virðast allir geta verið sáttir við úrslit forsetakosninganna. Andstæðingar forsetans geta glatt sig yfir því að forsetinn hlaut einungis atkvæði fjörutíuogtvö komma fimm prósent atkvæðisbærra manna. Stuðningsmenn forsetans geta verið ánægðir með að hann hlaut sextíuogsjö komma níu prósent greiddra atkvæða. Hörðustu stuðningsmenn forsetans geta verið enn glaðari. Forsetinn hlaut nefnilega áttatíuogfimm komma sex prósent atkvæða sem greidd voru einhverjum frambjóðendanna. Danadrottning getur verið sátt við það að hafa ekki fengið færri atkvæði en Knattspyrnufélag Reykjavíkur. Það er sama hvaða forsendur menn gefa sér. Skilaboð þjóðarinnar eru skýr. Skilaboðin eru að vísu háð forsendunum. Það finnst mér hins vegar algert aukaatriði. Enda tek ég ekki efnislega aftsöðu til úrslita kosninganna.

Skildu eftir svar