Browsed by
Month: júní 2004

Jan og José ?>

Jan og José

Þeir sátu í dag hlið við hlið í heiðursstúkunni Jan Peter Balkenende og José Manuel Durão Barroso. Þeir eiga eftir að vinna talsvert saman á næstunni, Jan verður í forsæti fyrir Evrópuráðið og José verður í forsæti fyrir framkvæmdastjórn Evrópu. Ég er ekki viss um að þeir hafi verið í miklu stuði fyrir samvinnu í kvöld.

Allir ánægðir ?>

Allir ánægðir

Við fyrstu sýn virðast allir geta verið sáttir við úrslit forsetakosninganna. Andstæðingar forsetans geta glatt sig yfir því að forsetinn hlaut einungis atkvæði fjörutíuogtvö komma fimm prósent atkvæðisbærra manna. Stuðningsmenn forsetans geta verið ánægðir með að hann hlaut sextíuogsjö komma níu prósent greiddra atkvæða. Hörðustu stuðningsmenn forsetans geta verið enn glaðari. Forsetinn hlaut nefnilega áttatíuogfimm komma sex prósent atkvæða sem greidd voru einhverjum frambjóðendanna. Danadrottning getur verið sátt við það að hafa ekki fengið færri atkvæði en Knattspyrnufélag Reykjavíkur. Það…

Read More Read More

Ný gleraugu ?>

Ný gleraugu

Ég lét loksins verða að því að fá mér ný gleraugu. Gamla umgjörðin var orðin frekar þreytt. Ég keypti ein gleraugu og fékk önnur ókeypis. Hins vegar voru glerin í ókeypis gleraugunum ekki upp á marga fiska. Aftur á móti bauðst mér að borga fyrir ókeypis glerin og þar með fá almennileg gler. Ekki nóg með það, heldur bauðst mér að kaupa ókeypis glerin á hálfvirði. Ég tók því boði og keypti mér sólgleraugu í réttum styrk. Gleraugnaverslunin var afar…

Read More Read More

París Amsterdam Twente ?>

París Amsterdam Twente

Þessa dagana flakka ég milli stórborga. París í gær. Amsterdam í dag. Twente á morgun. Það er nú kannski ekki rétt að kalla Twente stórborg. Twente er nefnilega hvorki stór né borg. Twente er safn háskólabygginga milli Hengelo og Enschede. Twente er samt nógu stór til að halda smá ráðstefnu. Parísarferðin var vel heppnuð. Ég þrammaði um borgina milli þess sem að ég hlustaði á fyrirlestra. Fyrirlesturinn minn gekk sæmilega. Ég hefði samt mátt hafa undirbúið hann aðeins betur. Ég…

Read More Read More

Holland – Þýskaland: 8 – 3 ?>

Holland – Þýskaland: 8 – 3

Ég klæddist í gær appelsínugula bolnum mínum og skellti mér í heimsókn til þýsks vinnufélaga míns. Hann hafði tekið skjávarpa með sér heim úr vinnunni og bauð vinum upp á að sjá leikinn (Holland – Þýskaland) á risaskjá. Alls mættu sjö Hollendingar, þrír Þjóðverjar og einn ég. Samtals voru því átta stuðningsmenn Hollendinga á móti þremur stuðningsmönnum Þjóðverja. Sem betur fer högðu gestirnir sér vel og var tiltölulega lítið um slagsmál. Hins vegar voru Þjóðverjarnir kátari framan af. Hollendingarnir kættust…

Read More Read More

Mælistikur ?>

Mælistikur

Ég fór á skemmtilegan fyrirlestur í dag. Fyirlesturinn fjallaði meðal annars um mælistikur fyrir gæði naglaframleiðslu og rannsóknarvinnu. Fyrirlesturinn fjallaði um naglaframleiðslu í austri.  Í Sovétríkjunum var ágæti naglaframleiðslu mælt í því hversu mörg tonn af nöglum voru framleidd. Þetta leiddi til framleiðslu stórra, þungra og ónothæfra nagla. Sovétmenn skiptu síðar um mælistiku. Ágæti naglaframleiðslu var mælt í því hversu margir naglar voru framleiddir. Þetta leiddi til framleiðslu lítilla, mjórra og ónothæfra nagla. Einnig fjallaði fyrirlesturinn um gæði rannsóknarvinnu við…

Read More Read More

Sumarskóli á Sardiníu í september ?>

Sumarskóli á Sardiníu í september

Sumarskóli á Sardiníu í september. Hvað eru mörg ess í því? Ég fékk í dag þrjúhundruð evru styrk til að fara í sumarskóla á Sardiníu í september. Styrkurinn dugir að vísu einungis fyrir skólagjöldunum. Flug og gistingu verð ég að borga sjálfur. Það er að segja, Amsterdamháskóli borgar. Nú er bara spurning hvort ég taki mér ekki smá sumarfrí fyrir eða eftir sumarskólann og fari í hjólatúr um eyjuna.

Upprifjun ?>

Upprifjun

Ég keypti mér í dag bók um París. Ég fer á ráðstefnu þar í borg um miðjan mánuðinn. Ráðstefnan sendur ekki yfir nema í tvo daga. Deginum fyrir og deginum eftir ætla ég að eyða sem ferðamaður í borginni. Ég þarf að rifja upp hvað er skemmtilegast að sjá í París. Það eru fjórtán ár síðan ég var þar á ferð seinast. Ég er þó nokkuð viss um að helstu áningarstaðir ferðamanna hafi ekki tekið miklum breytingum.

Skútusigling og kastali ?>

Skútusigling og kastali

Rannsóknarhópurinn minn gerði sér dagamun í dag og leigði skútu. Við eyddum deginum á siglingu um IJ-meer. Tveggja manna og eins hunds áhöfn var innifalin í leigunni. Hundurinn gegndi greinilega eftirlitshlutverki. Hann hljóp fram og til baka um skútuna og sá um að allt væri með felldu. Það var þó á mörkunum að hundinum væri út sigandi. Það rigndi nefnilega duglega í allan dag. VIð létum þó ekki veðrið á okkur fá. Við skemmtum okkur konunglega við að nota hendurnar…

Read More Read More

Mínir menn unnu og töpuðu ?>

Mínir menn unnu og töpuðu

Ég horfði á Hollendinga vinna Færeyinga í fótbolta. Ég lennti í smá vandræðum því að ég vissi ekki með hverjum ég ætti að halda. Eiginlega hélt ég með Færeyingum en vonaði að Holland myndi vinna. Ég veit samt eignlega ekki alveg hvers vegna mér fannst mér renna blóðið til skyldunnar að halda með Færeyingunum. Það er nefnilega með þá eins og huldufólkið. Ég veit að þeir eru til, ég hef heyrt margar skemmtilegar sögur af þeim, en samt hef ég…

Read More Read More