Þrammað í sólinni
Kristján stoppaði í dag í Amsterdam á leið sinni frá Groningen til Íslands. Í tilefni dagsins var sól og blíða. Við þrömmuðum fram og til baka um borgina milli þess sem að við settumst niður og drukkum belgískt öl. Enginn var Amstelinn drukkinn volgur. Við börðum hins vegar ána Amstel augum. Eftir þrammið í sólinni voru andlitin rauð, í stíl við ljósin í borginni.