Gömul list á nýjum stað
Það er í tísku í Amsterdam að gera upp listasöfn. Eitt þeirra safna sem er í andlitslyftingu er Ríkislistasafnið. Í hliðarálmu safnsins hefur verið sett upp sýning á broti af því besta sem er í eigu safnsins. Ég fékk mér í dag morgungöngu um safnið. Hingað til hefur mér þótt Rembrant og lærisveinar hans afar leiðinlegir. Mér leiðast nefnilega portrait málverk. Í dag ákvað ég að reyna að horfa gersamlega framhjá þessum leiðinda myndum. Það tókst prýðisvel. Ég naut þeim mun betur landlags- og götulífsmyndanna sem leyndust á milli portraitanna. Ég sá meira að segja þau tvö fyrirbæri sem mér finnst hvað skemmtilegast að festa á filmu. Vatnsyfirborð og skógarstíga.