Burt með hóruungann ?>

Burt með hóruungann

Ég fékk í dag tölvubréf frá amerískri prentsmiðju sem er í þann mund að fara að prenta grein eftir okkur vinnufélagana. Ég var í bréfinu beðinn að fjarlægja hóruunga nokkurn (síðustu línu í efnisgrein, sem lenti efst á síðu og fyllti ekki línulengdina (sbr. Odda)), sem hreiðrað hafði um sig á síðu sex. Þeir eru hins vegar svo dannaðir í henni Ameríkunni að þeir nota orðið ekkja yfir sama fyrirbæri. Hóruunginn átti eftir að valda mér nokkrum vandræðum því að við það að ég fjarlægði hann þá skaut annar slíkur upp kollinum á síðu sjö. Að lokum tókst mér þó að koma greininni í prenthæft form.

Skildu eftir svar