Vorklipping ?>

Vorklipping

Í dag var fyrsti vinnudagurinn á nýrri skrifstofu. Nýja skrifstofan er talsvert minni en sú gamla. Á móti kemur að þar er opnanlegur gluggi og því möguleiki á fersku lofti. Einnig er útsýnið skemmtilegra. Í stað þess að horfa á stigagang í fjölbýlishúsi þá horfi ég nú út í smá trjágarð. Það er þó spurning hversu miklu máli útsýnið skiptir því að mest allan daginn glápi ég á tölvuskjáinn. Þó skrifstofan sé ekki of stór þá er hún svo sem ekkert of lítil. Hún er hins vegar of full af innanstokksmunum. Það verður gengið í það að henda út nokkrum tómum skjalaskápum þegar skrifstofunautur minn kemur til baka af ráðstefnu. Ég lét hins vegar mitt ekki eftir liggja við að rýmka til á skrifstofunni. Ég fór í klippingu. Hún var nefnilega orðin heldur langdregin. Jólaklippingin.

Skildu eftir svar