Um tímann og rúmið
Í rúmlega þrjú ár hef ég búið hér í Amsterdam án þess að eiga rúm. Enda er rúmlega ekki megin viðfangsefni mitt hér í borg. Fyrsta eina og hálfa árið leigði ég að vísu herbergi með rúmi. Síðar leigði ég herbergi sem hafði ekki rúm fyrir rúm. Í íbúðinni sem ég leigi í dag er nægjanlegt rúm. En hins vegar ekkert rúm. Í dag fannst mér því kominn tími á rúm. Ég skrapp því í IKEA og leysti úr mínum rúmmálum.