Maður með manni
Í dag komst ég að því að ég er með Erdös tölu fjóra. Það er að segja, ég hef skrifað grein með manni sem hefur skrifað grein með manni sem hefur skrifað grein með manni sem hefur skrifað grein með Paul Erdös. Uppgötvun dagsins fólst að vísu ekki í að ég hafi skrifað grein með manni. Einnig vissi ég að maður hafið skrifað grein með manni. Hins vegar vissi ég ekki að maður hefði skrifað grein með manni sem hafði skrifað grein með Erdös.
4 thoughts on “Maður með manni”
Viltu skrifa grein með mér?
Endilega. Hvað eigum við að skrifa um? Textastrengjafræði? Hugsanlegur titill gæti þá verið: Interaction of open text strings with a tachyonic background.
En ertu maður með manni …
Það fer nú eftir því hvernig með-venslin eru skilgreind. Ég hafði hugsað mér að svara spurningunni neitandi með vísan í einhvers konar málveju. Ég er hins vegar ekki viss um að mér sé stætt á því þar sem að ég telst varla sérlega málvenjulegur maður.