Blóm
Við héldum í dag áfram bíltúr okkar um nágrenni Amsterdam. Í dag lá leiðin suður á bóginn. Til Lisse. Það skoðuðum við tuttuguogátta hektara blómabeð. Veðrið var ekki eins og best var á kosið. Ekki ósvipað dæmigerðu íslensku sumarveðri. Það vildi því vel til að hluti blómabeðsins var innandyra. Við skruppum því af og til inn í gróðraskúrana til að verja okkur fyrir gróðraskúrunum.
Á mogun liggur leiðin til suður Belgíu. Þar bíður okkar sumarhús til leigu fram á föstudag.