Aprílgabb ?>

Aprílgabb

Það er við hæfi að gabba smá á fyrsta degi aprílmánaðar. Fyrsti apríl
er góður dagur til að rifja upp kynni við sinn inni prakkara. Passa
verður þó að fara ekki yfir strikið. Prakkarastrikið. Eins og suma
hefur vafalítið grunað þá leyndist smá gabb í dagbókarfærslu minni frá
því í gær. Gabbið var þó afar smávægileg og ekki líklegt til að fá
fólk til að hlaupa langt. Í mesta lagi í gönur. Gabbið fólst í því að
það var nokkuð ljóst hvað ég myndi taka mér fyrir hendur. Ég mætti í
vinnuna eins og ég er vanur og vann að rannsóknum mínum á
upplýsingaleit í hálf-formuðum skjölum.

Það var hins vegar engin lýgi að ég hefði yfirgefið Rök-, mál- og reiknifræði
stofnunina
. Í gær var nefnilega fyrsti dagur minn sem doktorsnemi
við Upplýsingatæknistofnun
Amsterdamháskóla. Þannig er mál með
vexti að yfirmaður rannsóknarhópsins míns er orðinn
prófessor við Upplýsingatæknistofnunina. Næstum allt rannsóknarteymið
fylgdi honum yfir um. Það er nefnilega þannig með vísindamenn sem fara
yfir um. Þeir flakka á milli stofnana.

Skildu eftir svar