Browsed by
Month: apríl 2004

Maður með manni ?>

Maður með manni

Í dag komst ég að því að ég er með Erdös tölu fjóra. Það er að segja, ég hef skrifað grein með manni sem hefur skrifað grein með manni sem hefur skrifað grein með manni sem hefur skrifað grein með Paul Erdös. Uppgötvun dagsins fólst að vísu ekki í að ég hafi skrifað grein með manni. Einnig vissi ég  að maður hafið skrifað grein með manni. Hins vegar vissi ég ekki að maður hefði skrifað grein með manni sem hafði…

Read More Read More

Vorklipping ?>

Vorklipping

Í dag var fyrsti vinnudagurinn á nýrri skrifstofu. Nýja skrifstofan er talsvert minni en sú gamla. Á móti kemur að þar er opnanlegur gluggi og því möguleiki á fersku lofti. Einnig er útsýnið skemmtilegra. Í stað þess að horfa á stigagang í fjölbýlishúsi þá horfi ég nú út í smá trjágarð. Það er þó spurning hversu miklu máli útsýnið skiptir því að mest allan daginn glápi ég á tölvuskjáinn. Þó skrifstofan sé ekki of stór þá er hún svo sem…

Read More Read More

Ávallt úti að aka ?>

Ávallt úti að aka

Hvað er ávalt úti að aka? Egg í bíltúr. Þó að ég sé ávallt úti að aka þá er ég ekki í sérlega góðri æfingu í að aka bíl. Það er því ekki frá því að ég sé útkeyrður eftir vikuna. Rúmlega sextánhundruð kílómetrar að baki.  Það er þó búið að vera afar gaman að rifja upp gömul kynni við bensíngjöfina. Hér á eftir kemur smá yfirlit yfir ferðalög vikunnar. Belgía Belgar hafa gaman að hringtorgum. Þó eru þeir ekki…

Read More Read More

Blóm ?>

Blóm

Við héldum í dag áfram bíltúr okkar um nágrenni Amsterdam. Í dag lá leiðin suður á bóginn. Til Lisse. Það skoðuðum við tuttuguogátta hektara blómabeð. Veðrið var ekki eins og best var á kosið. Ekki ósvipað dæmigerðu íslensku sumarveðri. Það vildi því vel til að hluti blómabeðsins var innandyra. Við skruppum því af og til inn í gróðraskúrana til að verja okkur fyrir gróðraskúrunum. Á mogun liggur leiðin til suður Belgíu. Þar bíður okkar sumarhús til leigu fram á föstudag.

Bíltúr ?>

Bíltúr

Við fórum í morgun feðgar og nældum okkur í bílaleigubíl. Eftir það fórum við og nældum okkur í mömmu og héldum af stað í bíltúr. Leiðin lá um nærsveitirnar norður af Amsterdam. Við ókum meðfram vesturströnd IJmeer. Leiðin lá fyrst úr í fyrrverandi eyjuna Marken sem liggur í fyrrverandi flóanum IJmeer. Á fyrrverandi eyjunni Marken er fyrrverandi fiskiþorpið Marken. Húsin í bænum eru nokkuð sérkennileg. Annars vegar er þéttbyggð þyrping húsa upp á sandhól. Nær ströndinni eru húsin byggð á…

Read More Read More

Háskólinn (ekki) í Amsterdam ?>

Háskólinn (ekki) í Amsterdam

Ég kláraði í dag að pakka niður öllu skrifstofudótinu mínu. Um helgina verð ég fluttur yfir í byggingu upplýsingatæknistofnunar Amsterdamháskóla. Ég þarf því að fara að læra að rata á nýjan stað í borginni. Og þó. Það væri líklega réttara að segja að ég þarf að læra að rata á nýjan stað utan borgarinnar. Þannig er nefnilega mál með vexti að þeir starfsmenn sem fá skrifstofu með útsýni í vestur, geta í fjarlægð séð glytta í austurhluta borgarinnar. Á móti…

Read More Read More

Keisaraskurðgröfustjóri ?>

Keisaraskurðgröfustjóri

Þegar mamma og pabbi komu heim úr göngutúr dagsins sagðist móðir mín, ljósmóðirin, aldrei á ævinni hafa gengið eftir eins löngum keisaraskurði (h. Keizersgracht). Ég legg til að næst þegar ég verð vændur um brenglaða kímnigáfu þá taki fólk tillit til hvernig uppeldi ég fékk. Það er ekki auðvelt líf að vera kominn af aulahúmoristum í báða ættliði.

Lambið mitt ?>

Lambið mitt

Mikið er íslenskt lambakjöt gott. Mikið íslenskt lambakjöt er gott. Ég fékk foreldrana í heimsókn í vikunni. Síðan er ég búinn að smatta á lambi, reiktu og fersku; reyktum laxi; harðfisk; og risa ópal. Það var kominn tími á það að foreldrarnir kæmu til að sjá um að ég borðaði almennilega. Það þýðir að ég þarf að ég þarf að elda almennilega. Foreldrarnir hafa því séð um að lappa aðeins upp á eldhúsáhöldin.

Um tímann og rúmið ?>

Um tímann og rúmið

Í rúmlega þrjú ár hef ég búið hér í Amsterdam án þess að eiga rúm. Enda er rúmlega ekki megin viðfangsefni mitt hér í borg. Fyrsta eina og hálfa árið leigði ég að vísu herbergi með rúmi. Síðar leigði ég herbergi sem hafði ekki rúm fyrir rúm. Í íbúðinni sem ég leigi í dag er nægjanlegt rúm. En hins vegar ekkert rúm. Í dag fannst mér því kominn tími á rúm. Ég skrapp því í IKEA og leysti úr mínum…

Read More Read More

Aprílgabb ?>

Aprílgabb

Það er við hæfi að gabba smá á fyrsta degi aprílmánaðar. Fyrsti apríl er góður dagur til að rifja upp kynni við sinn inni prakkara. Passa verður þó að fara ekki yfir strikið. Prakkarastrikið. Eins og suma hefur vafalítið grunað þá leyndist smá gabb í dagbókarfærslu minni frá því í gær. Gabbið var þó afar smávægileg og ekki líklegt til að fá fólk til að hlaupa langt. Í mesta lagi í gönur. Gabbið fólst í því að það var nokkuð…

Read More Read More