Lærdómsrík helgi ?>

Lærdómsrík helgi

Þetta er búin að vera afar lærdómsrík helgi. Ég eyddi henni í að búa til heimaverkefni fyrir nemendur mína í gangasafnsfræði. Verkefnið felst í að gramsa í XML skjali með aðstoð XSLT. Fyrir helgina hafði ég ekki mikla reynslu í notkun XSLT. Ef ég hefði byggt heimaverkefnið á þeirri reynslu þá hefði það orðið allt of auðvelt. Ég varð því að vinna heimavinnuna mína áður en að ég gæti unnið við heimavinnu annarra. Eftir lærdóm helgarinnar var ég fær um að búa til sæmilega flókin heimaverkefni fyrir nemendurna.

Ég lærði meira en XSLT yfir helgina. XML skjalið sem ég ætla að láta nemendurna leita í er afar fróðlegt. Það er uppfullt af landfræði upplýsingum úr gagnagrunni bandaríksku leyniþjónustunnar. Ég var að spá í að spyrja nemendurna aukalega hvort þau gætu fundið gereyðingarvopn í Írak. Ég hætti þó við það. Það er líklega of erfitt verkefni fyrir fyrstaárs nema. Jafnvel lengra komnir virðast eiga í vandræðum með það.

Skildu eftir svar