Hvenær fer maður á safn og hvenær fer maður ekki á safn
Ég fór ekki á þrjú söfn í dag. Þar að auki fór ég á eitt safn. Ég tók daginn snemma og fór ekki á Hermitage safnið í Amsterdam. Það var löng biðröð inn á safnið. Ég nennti ekki að bíða og hélt því heim á leið. Á leiðinni heim kom ég ekki við á tveimur söfnum. Ég fór hvorki á Andspyrnusafnið né á Verkalýðssafnið. Það var ekki mikill útúrdúr fyrir mig að fara ekki á þessi söfn því að þau voru á leið minni heim. Hvorugt safnið var hins vegar opið fyrir hádegi. Sjóminjasafnið var hins vegar bæði á leiðinni og opið. Ég skellti mér því á sjóinn.