Browsed by
Month: mars 2004

Heimasíðuleit á íslensku ?>

Heimasíðuleit á íslensku

Leitarvélin google er prýðisgott tól til að leita að íslenskum heimasíðum. Leitarvélin finnur nánst alltaf það sem leitað er að. Það skiptir þó máli hvernig fyrirspurnin er orðuð. Í janúarbyrjun 2004 framkvæmdi ég smá tilraun til að kanna hversu vel leitarvélin stendur sig í að finna íslenskar síður. Vituð ér enn eða hvað?

Hvenær fer maður á safn og hvenær fer maður ekki á safn ?>

Hvenær fer maður á safn og hvenær fer maður ekki á safn

Ég fór ekki á þrjú söfn í dag. Þar að auki fór ég á eitt safn. Ég tók daginn snemma og fór ekki á Hermitage safnið í Amsterdam. Það var löng biðröð inn á safnið. Ég nennti ekki að bíða og hélt því heim á leið. Á leiðinni heim kom ég ekki við á tveimur söfnum. Ég fór hvorki á Andspyrnusafnið né á Verkalýðssafnið. Það var ekki mikill útúrdúr fyrir mig að fara ekki á þessi söfn því að þau…

Read More Read More

Lærdómsrík helgi ?>

Lærdómsrík helgi

Þetta er búin að vera afar lærdómsrík helgi. Ég eyddi henni í að búa til heimaverkefni fyrir nemendur mína í gangasafnsfræði. Verkefnið felst í að gramsa í XML skjali með aðstoð XSLT. Fyrir helgina hafði ég ekki mikla reynslu í notkun XSLT. Ef ég hefði byggt heimaverkefnið á þeirri reynslu þá hefði það orðið allt of auðvelt. Ég varð því að vinna heimavinnuna mína áður en að ég gæti unnið við heimavinnu annarra. Eftir lærdóm helgarinnar var ég fær um…

Read More Read More