Tölvuhamstur
Í verklegum tíma í gagnasafnsfræði þurfti ég að útskýra gagnagrunns virkni fyrir einum nemanda minna. Eftir að hafa hlustað áhugasamur um stund þá missti nemandinn einbeitinguna. Hamsturinn hans ókyrrðist nefnilega yfir frásögn minni og skreið upp úr vasa sínum. Ég hef oft séð nemendur nota mýs í tölvuverinu. Þetta var í fyrsta sinn sem ég sé þar hamstur.