Ómenningarhálfviti ?>

Ómenningarhálfviti

Ég hef ekki verið sélega menningarlega sinnaður síðan ég flutti hingað til Amsterdam. Ekki að ég hafi verið menningarlega sinnaður áður en að ég flutti. Ég er þó ekki viss um að ég hafi heldur verið sérlega ómenningarlega sinnaður. Enda er ég ekki viss um að ómenning sé fyllimengi menningar.

Ég gerði í dag bragarbót á menningarleysinu. Ég keypti mér safnakort. Kortið veitir mér endurgjaldslausan aðgang að yfir 400 söfnum víðsvegar um Holland. Kortið hefur verið talsvert lengi á innkaupalistanum mínum en einhverra hluta vegna hef ég trassað kaupin.

Menningarlífið mitt hófst á sögusafni Amsterdam. Þar gekk ég í gegnum rúmlega 800 ára sögu borgarinnar. Þetta var fróðlegur túr. Ég held samt að þetta sé safn sem nýtur sín best í annað eða þriðja sinn. Þá hefur maður betri yfirsýn yfir söguna og getur tengt atburði fram og til baka í tíma. Ég mun vonandi gefa mér tíma einhvern tíman á árinu til að reyna hvort þessi kenning sé rétt.

Skildu eftir svar