Háhýsi
Ég hélt í dag áfram þar sem frá var horfið um síðustu helgi við að dást að stórum mannvirkjum. Ég skrapp nefnilega og kíkti á Miðstöð arkitekta í Amsterdam. Þar eru til sýnis líkön af háum byggingum í Amsterdam. Aðal áherslan er lögð á byggingar sem áætlað er að reisa á næstu árum. Það er greinilega gósen tíð í vændum fyrir þá sem gaman hafa af stórbyggingum.
Framhald menningarbyltingarinnar
Ég hélt einnig áfram safnarölti mínu. Safn dagsins var Ljósmyndasafn Amsterdam. Þar stendur yfir sýning ljósmyndaraparsins Man Ray og Lee Miller. Myndirnar eru mest megnis portreit myndir frá fyrri hluta síðustu aldar.
Einnig er sýning á verkum hollenska fréttaljómyndarans Daniel Koning. Myndir hans sýna daglegt líf fólks í skugga fréttnæmra atburða. Myndir eru meðal annars frá Ground Zero, Rúmeníu, Suður Afríku og Víetnam.