Ógnvekjandi opinberar stofnanir ?>

Ógnvekjandi opinberar stofnanir

Ég hélt í dag áfram nývöknuðu menningarlífi mínu. Ég skrapp á listasafnið De Appel. Þar voru til sýnis verk tvíburasystranna Jane og Louise Wilson.  Sýningin samanstóð mestmegnis af vídeómyndum en einnig fylgdu með nokkrar ljósmyndir. Megin þema verka þeirra systra er krafturinn sem býr í opinberum byggingum og hræðslu sem þær geta alið í brjósti fólks. Myndasýningar vory meðal annars frá yfirgefinni herstöð á Englandi, eldflaugaskotpalli í Kazakhstan og börnum að leik við vanrækt minnismerki á Bretlandi. Myndirnar voru nokkuð magnaðar. Þær vöktu þó frekar aðdáunartilfinningu heldur en óttatilfinningu í mínu brjósti. Ég er nefnilega nett veikur fyrir stórframkvæmdum og stórum byggingum.

Skildu eftir svar