Browsed by
Month: febrúar 2004

Gömul dagblöð ?>

Gömul dagblöð

Á mínu heimili vilja safnast upp dagblöð og annar pappír sem bíður þess að vera fleygt. Mér fannst í dag kominn tími til að láta verða að því að heimsækja pappírsgáminn og losa mig við pappírsflóðið. Það er víðar en á mínu heimili sem að dagblöð eiga það til að safnast upp. Á leiðinni heim frá gámnum heimsótti ég einn slíkan stað í dag. Ég skellti mér á fjölmiðlasafn bæjarins. Auk þess að skoða forsíður gamalla dagblaða þá skoðaði ég…

Read More Read More

Hollenskt fannfergi ?>

Hollenskt fannfergi

Fannfergi setti allt á annan endann í Hollandi í dag. Fimm sentimetra jafnfallinn snjór varð þess valdandi að sextíuogþrjár biðraðir mynduðust á hraðbrautum landsins. Samanlögð lengd biðraðanna náði sjöhundruðogsextíu kílómetrum þegar mest var. Lestarsamgöngur lögðustu niður í morgun vegna þess að sporaskiptar virkuðu ekki. Mikil seinkun var á sporvögnum og strætisvögnum. Meira að segja neðanjarðarlestunum í Amsterdam seinkaði vegna snjókomunnar. Vandræðin voru þó líklega mest á þeim kafla neðanjarðarlestarteinanna sem liggja ofanjarðar. Mikið er nú annars gott að búa í…

Read More Read More

Tölvuhamstur ?>

Tölvuhamstur

Í verklegum tíma í gagnasafnsfræði þurfti ég að útskýra gagnagrunns virkni fyrir einum nemanda minna. Eftir að hafa hlustað áhugasamur um stund þá missti nemandinn einbeitinguna. Hamsturinn hans ókyrrðist nefnilega yfir frásögn minni og skreið upp úr vasa sínum. Ég hef oft séð nemendur nota mýs í tölvuverinu. Þetta var í fyrsta sinn sem ég sé þar hamstur.

Eilífðarhugtakið endurskilgreint ?>

Eilífðarhugtakið endurskilgreint

Í dag varð ég fyrir reynslu sem fékk mig til að endurskilgreina eilífðarhugtakið í orðabókinni minni. Þannig var mál með vexti að netkortið mitt og KDE hafa ekkert verið sérlega góðir vinir. Þar til í dag hef ég lýst vandamálinu þannig að ef netkortið er í tölvunni þegar ég ræsi hana upp, þá hangir KDE í talsverðan tíma í frumstillingarham og svo verður skjárinn grár og tölvan hangir að eilífu (eða þar til hún er endurræst). Ósættið háði mér svo…

Read More Read More

Háhýsi ?>

Háhýsi

Ég hélt í dag áfram þar sem frá var horfið um síðustu helgi við að dást að stórum mannvirkjum. Ég skrapp nefnilega og kíkti á Miðstöð arkitekta í Amsterdam. Þar eru til sýnis líkön af háum byggingum í Amsterdam. Aðal áherslan er lögð á byggingar sem áætlað er að reisa á næstu árum. Það er greinilega gósen tíð í vændum fyrir þá sem gaman hafa af stórbyggingum. Framhald menningarbyltingarinnar Ég hélt einnig áfram safnarölti mínu. Safn dagsins var Ljósmyndasafn Amsterdam….

Read More Read More

Ógnvekjandi opinberar stofnanir ?>

Ógnvekjandi opinberar stofnanir

Ég hélt í dag áfram nývöknuðu menningarlífi mínu. Ég skrapp á listasafnið De Appel. Þar voru til sýnis verk tvíburasystranna Jane og Louise Wilson.  Sýningin samanstóð mestmegnis af vídeómyndum en einnig fylgdu með nokkrar ljósmyndir. Megin þema verka þeirra systra er krafturinn sem býr í opinberum byggingum og hræðslu sem þær geta alið í brjósti fólks. Myndasýningar vory meðal annars frá yfirgefinni herstöð á Englandi, eldflaugaskotpalli í Kazakhstan og börnum að leik við vanrækt minnismerki á Bretlandi. Myndirnar voru nokkuð…

Read More Read More

Ómenningarhálfviti ?>

Ómenningarhálfviti

Ég hef ekki verið sélega menningarlega sinnaður síðan ég flutti hingað til Amsterdam. Ekki að ég hafi verið menningarlega sinnaður áður en að ég flutti. Ég er þó ekki viss um að ég hafi heldur verið sérlega ómenningarlega sinnaður. Enda er ég ekki viss um að ómenning sé fyllimengi menningar. Ég gerði í dag bragarbót á menningarleysinu. Ég keypti mér safnakort. Kortið veitir mér endurgjaldslausan aðgang að yfir 400 söfnum víðsvegar um Holland. Kortið hefur verið talsvert lengi á innkaupalistanum…

Read More Read More

Ferillinn á enda? ?>

Ferillinn á enda?

En karlsson komst heim með Búkollu sína, og urðu karl og kerling því ósköp fegin. Svo hljóðar endirinn á leiklistarferli mínum hér í Hollandi. Í bili að minnsta kosti. Að baki eru þrettán sýningar af gjörningnum Babelsturninn. Gjörningurinn fór fram í flæmsku leikhúsiu hér í Amsterdam. Tilgangur gjörningsins var að vekja fólk betur til umhugsunar um það hverning mismunandi þjóðir og menningarheimar geta lifað saman í sátt og samlyndi. Gjörningurinn hófst á að áhorfendur voru leiddir inn í sal með…

Read More Read More