Hvað ég gerði ekki í dag
Það er ekki á hverjum degi sem að ég fer á völlinn til að sjá Ajax spila. Nánar tiltekið er það á hverjum degi sem að ég fer ekki á völlinn til að sjá Ajax spila. Dagurinn í dag var svosem ekkert ólíkur öðrum hvað það varðar. Og þó. Í dag stóð nefnilega til að fara á völlinn.
Fyrir nokkrum dögum fékk ég tölvupóst frá kínverskum kunningja mínum. Hann sagðist vera á leið til Amsterdam í nokkurra dag frí. Hann ætlaði að fá vinkonu sína til að kaupa fyrir sig miða á Ajax leik og spurði mig hvort ég vildi koma með. Ég játti því. Hann sagðist þá ætla að redda tveimur miðum fyrir okkur.
Síðan heyrði ég ekki neitt frá drengnum. Það til klukkan hálfþrjú í dag. Í þá mund er flautað var til leiks. Ég fékk SMS þar sem að kunninginn tilkynnti að hann væri mættur til Amsterdam en hefði því miður ekki getað reddað miðunum. Það gengur bara betur næst.