Browsed by
Month: janúar 2004

Búkolla ?>

Búkolla

Einu sinni voru karl og kerling í koti sínu. Þau áttu einn son, en þótti ekkert vænt um hann. Ekki voru fleiri menn en þau þrjú í kotinu. Eina kú áttu þau karl og kerling; það voru allar skepnurnar. Kýrin hét Búkolla. Svo hljóðar upphafið af leiklistarferli mínum hér í Hollandi. Í kvöld las ég söguna um Búkollu tvisvar á generalprufu. Annað kvöld og á laugardaginn munu ég og Búkolla troða upp sem hluti að gjörningnum Babelsturninn. Meira um aðdraganda…

Read More Read More

Vinnutörn lokið ?>

Vinnutörn lokið

Frá því að ég kom til Amsterdam eftir áramótin hef ég eytt tíma mínum að mestu leyti í vinnunni. Ég hef ég ásamt leiðbeinendunum mínum unnið baki brotnu við að gera tilraunir og skrifa um þær grein. Í dag lögðum við lokahönd á greinina og sendum hana inn sem okkar framlag til SIGIR ráðstefnunnar. Nú er bara að bíða eftir að ritrýnar ljúki sínum störfum og vonandi að greinin verði samþykkt. Ef svo verður þá mun mér gefast tækifæri til…

Read More Read More

Hvað ég gerði ekki í dag ?>

Hvað ég gerði ekki í dag

Það er ekki á hverjum degi sem að ég fer á völlinn til að sjá Ajax spila. Nánar tiltekið er það á hverjum degi sem að ég fer ekki á völlinn til að sjá Ajax spila. Dagurinn í dag var svosem ekkert ólíkur öðrum hvað það varðar. Og þó. Í dag stóð nefnilega til að fara á völlinn. Fyrir nokkrum dögum fékk ég tölvupóst frá kínverskum kunningja mínum. Hann sagðist vera á leið til Amsterdam í nokkurra dag frí. Hann…

Read More Read More

borkur.net í rusli ?>

borkur.net í rusli

Þetta var ekki góður dagur fyrir borkur.net. Í fyrsta lagi komst ég að því að ruslpóstburðarmenn eru að misnota nafnið. Þeir senda út rusl tölvupóst í nafni notenda með netföng af gerðinni eitthvaðbull (hjá) borkur.net. Gallinn er að öll svörin við þessum bréfum berast til mín. Ég fæ því u.þ.b. fimm bréf á klukkutíma frá póstþjónum sem vilja tilkynna mér að hitt og þetta netfang sé ekki til. Seinna klandrið sem borkur.net komst í var mér að kenna. Ég ætlaði…

Read More Read More

Í vinnu á ný ?>

Í vinnu á ný

Ég mætti til vinnu rúmlega hálf átta í morgun, tæplega sólarhring of seint. Töfin orsakaðist af því að sunnudagsflugið til Amsterdam var fellt niður. Í sárabætur fékk ég tvær flugferðir í stað einnar. Ég notfærði mér þær báðar í gær. Sú fyrri var frá Keflavík til Köben og sú seinni frá Köben til Amsterdam. Austur Amsterdambúar Í dag var sendur út tölvupóstur til starfsmanna Amsterdamháskóla til að vara við gengi Austur Amsterdambúa sem gengi lausum hala um háskólasvæðið, rændi, léti…

Read More Read More