Afsakið hlé ?>

Afsakið hlé

Það var mikið og gleðilegt stökk sem ég tók þegar ég tók tæknina í mína þágu og byrjaði að nota sérhæfð dagbókarfærslutól til að færa dagbókina mína. Forritunarmálið perl var notaði til að smíða þessi tól. Einhverra hluta vegna þá hætti vefþjónninn minn að styðja perl um daginn. Mig grunar að ástæðan sé sú að spammarar hafi náð of góðum árangri í misnota þessi dagbókargerðartól.

Ég hef því ekki getað notað tólin til að færa dagbókina undanfarið. Ég hef ekki heldur haft tíma til að reyna að finna lausn á þessu vandamáli. Ég gaf mér þó tíma í dag til þess að færa þessa færslu handvirkt.

Ég mun því opinberlega taka mér frí frá dagbókarfærslu þar til að ég hef gefið mér tíma til að leysa úr mínum vefvandamálum. Það mun líklega verða einhvern tíman eftir áramótin.

Skildu eftir svar