Stóri kuldaboli
Ég horfði á hinn margumrædda [mbl] þátt Horizon á BBC. Þetta var áhugaverður þáttur um sveiflur í veðurfari. Farið var vel yfir það hvernig hlý og köld tímaskeið hafa í gegnum tíðina skipst á. Mesta púðrinu var eytt í að skýra hvernig hækkandi hitastig jarðar getur hægt á Golfstraumnum og hvernig hæging á Golfstraumnum hefur (af og til í gegnum tíðina) orsakað ofurkulda á pólsvæðum en ofurþurrk við miðbaug. Gott og vel. Eins og góðri heimildarmynd sæmir var gefið í skyn (með myndum af reykspúandi verksmiðjum) að núverandi hitaaukning væri af mannavöldum. Hins vegar var ekki minnst á neinar kenningar um orsakir fyrri hægagangi á Golfstraumnum.
3 thoughts on “Stóri kuldaboli”
Horfði einmitt á sama þátt – var svo áhugaverður að ég steinsofnaði yfir honum þegar hann var rúmlega hálfnaður.
Þá er það spurning hvort að næsti Horizon þáttur muni halda fyrir þér vöku. Hann fjallar um mann sem hefur lesið úr Biblíunni að heimsendir verði eftir nákvæmlega þrjú ár.
Eðalflott – gott efni til að horfa á, í þeim tilgangi að fara snemma að sofa.