Stóri kuldaboli ?>

Stóri kuldaboli

Ég horfði á hinn margumrædda [mbl] þátt Horizon á BBC. Þetta var áhugaverður þáttur um sveiflur í veðurfari. Farið var vel yfir það hvernig hlý og köld tímaskeið hafa í gegnum tíðina skipst á. Mesta púðrinu var eytt í að skýra hvernig hækkandi hitastig jarðar getur hægt á Golfstraumnum og hvernig hæging á Golfstraumnum hefur (af og til í gegnum tíðina) orsakað ofurkulda á pólsvæðum en ofurþurrk við miðbaug. Gott og vel. Eins og góðri heimildarmynd sæmir var gefið í skyn (með myndum af reykspúandi verksmiðjum) að núverandi hitaaukning væri af mannavöldum. Hins vegar var ekki minnst á neinar kenningar um orsakir fyrri hægagangi á Golfstraumnum.

3 thoughts on “Stóri kuldaboli

Skildu eftir svar