Kaffiskyr ?>

Kaffiskyr

Fyrir um það bil einum mánuði fékk ég þá fáránlegu hugmynd að hætta að drekka kaffi um helgar. Ég var ekki sáttur við það hversu líkamlega ég var háður koffíni og vildi reyna að lemja á fíkninni. Nú er senn á enda fjórða kaffilausa helgin í röð. Síðustu fjórar helgar hef ég ekki drukkið svo mikið sem einn dropa af kaffi. Þetta kaffiskírlífi (mmm hvað ég væri til í kaffiskyr núna) hefur kostað sitt. Helgarnar hafa einkennst af hausverk og þreytu. Þó svo að þessi helgi hafi verið heldur skárri en hinar fyrri, hvað varðar fráhvarfseinkenni, þá hlakka ég til að fá mér kaffi í fyrramálið.

4 thoughts on “Kaffiskyr

Skildu eftir svar