Browsed by
Month: nóvember 2003

Hvað borða fiskar? ?>

Hvað borða fiskar?

Hvað borða fiskar? Ég snéri mér við í sætinu og leit á vinnufélaga minn sem stóð í dyragættinni. Hvað átti maðurinn við? Þessi spurning kom svo flatt upp á mig að ég kom ekki upp nokkru orði. Vinnufélaginn taldi því réttast að skýra mál sitt betur. Meðleigjandi hans hafði farið í vikufrí og skilið eftir miða þar sem hún bað hann að gefa fisknum sínum að borða. Vinnufélaginn reyndist hafa litla reynslu af fiskeldi. Sjálfur er ég óttarlegur þorskur þegar…

Read More Read More

Aldurinn færist yfir ?>

Aldurinn færist yfir

Ég fékk að sjá það svart á hvítu að ég er að eldast. Ég fékk í dag bréf frá sjúkratryggingafélaginu mínu. Þar var mér tilkynnt að þar sem að ég hafði færst upp um einn aldursflokk þá þyrfti ég um næstu mánaðamót að borga fjórum evrum hærra iðgjald en ég þurfti að gera um síðustu mánaðamót.

Fyrirlestur undirbúinn ?>

Fyrirlestur undirbúinn

Ég er afskaplega feginn að þurfa ekki að kenna mikið. Mér finnst miklu skemmtilegra að vinna að rannsóknum. Á fimmtudagin þarf ég hins vegar að sjá um kennslu í kúrsi um upplýsingaleit. Ég er búinn að eyða síðustu tveimur dögum í að setja saman fyrirlesturinn.  Verkið er langt komið en því er ekki lokið. Ég ætti að vera löngu búinn að þessu, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að ég kenndi sambærilegt námstefni í maí. Fræðilega séð hefði ég…

Read More Read More

Stóri kuldaboli ?>

Stóri kuldaboli

Ég horfði á hinn margumrædda [mbl] þátt Horizon á BBC. Þetta var áhugaverður þáttur um sveiflur í veðurfari. Farið var vel yfir það hvernig hlý og köld tímaskeið hafa í gegnum tíðina skipst á. Mesta púðrinu var eytt í að skýra hvernig hækkandi hitastig jarðar getur hægt á Golfstraumnum og hvernig hæging á Golfstraumnum hefur (af og til í gegnum tíðina) orsakað ofurkulda á pólsvæðum en ofurþurrk við miðbaug. Gott og vel. Eins og góðri heimildarmynd sæmir var gefið í…

Read More Read More

Kökubakstur ?>

Kökubakstur

Í vinnunni eru miðvikudagsmorgnar kökumorgnar. Þar gefst starfsmönnum tækifæri til að gefa vinnufélögum sínum köku ef þeir telja sérstakt tilefni til. Mér fannst tími til kominn að ég gæfi vinnufélögum mínum köku. Ég ákvað því að baka. Baksturinn gekk eins og í sögu. Svona eins og í sögunni um dýrin í Hálsaskógi. Byrjum á byrjuninni. Ég skrapp út í búð til að kaupa hráefni. Þegar þangað var komið mundi ég eftir því að Hollendingar virðast ekki vera mikið fyrir að…

Read More Read More

Kaffiskyr ?>

Kaffiskyr

Fyrir um það bil einum mánuði fékk ég þá fáránlegu hugmynd að hætta að drekka kaffi um helgar. Ég var ekki sáttur við það hversu líkamlega ég var háður koffíni og vildi reyna að lemja á fíkninni. Nú er senn á enda fjórða kaffilausa helgin í röð. Síðustu fjórar helgar hef ég ekki drukkið svo mikið sem einn dropa af kaffi. Þetta kaffiskírlífi (mmm hvað ég væri til í kaffiskyr núna) hefur kostað sitt. Helgarnar hafa einkennst af hausverk og…

Read More Read More

Ætli ég sé örveyrður? ?>

Ætli ég sé örveyrður?

Ég horfði á spurningaþáttinn "Hvernig þá?" (h. Hoe zo). Í þættinum keppast þáttakendur við að svara spurningum um vísindaleg málefni. Í sjónvarpssal eru einnig vísindamenn sem ræða rétt svör. Það helsta sem að ég lærði af því að horfa á þátt kvöldsins var að fólk gerir ekki einungis upp á milli handa sinna og fóta. Fólk notar einnig heldur annað augað en hitt. Hið sama gildir um eyrun. Eftir þáttin tók ég prófið:Hversu örvhenntur ert þú? Svo virðist vera að…

Read More Read More

Stórverslunarleiðangur ?>

Stórverslunarleiðangur

Ég var orðinn leiður á að geta ekki sett fæturna upp á stofuborð. Ég skrapp því í IKEA til þess að kaupa stofuborð. Fyrst ég var í húsgagnaverslun á annað borð þá ákvað ég að kippa með einu stykki svefnsófa, einu sjónvarpsborði og skrifborðsstól. Í verslunarleiðangri mínum komst ég að því að ég er algerlega vonlaus lagermaður. Eftir að hafa sagt starfsmanni IKEA hvað ég vildi kaupa, fékk ég í hendurnar tiltektarseðil sem tilgreindi nákvæmlega hvar á lagernum einstaka hluti…

Read More Read More