Tíminn líður hratt ?>

Tíminn líður hratt

Tíminn líður hratt á gervihnattaöld. Mér finnst eins og það hafi gerst í gær að ég leit á dagatalið í gær og hugsaði með mér:"fjórði október … ég hef séð hann einhvers staðar áður". Það var ekki fyrr en eftir mikla umhugsun að mér varð ljóst að ég hafði séð fjórða október nákvæmlega ári áður. Fjórði október tvöþúsundogtvö var enginn venjulegur dagur. Á þeim degi varði ég meistararitgerðina mína. Nú er því liðinn ár og dagur síðan ég gat talist meistari í rökfræði. Nákvæmlega ár og dagur. Tíminn líður svo sannarlega hratt.

Skildu eftir svar